Ég hef ekkert heyrt í þvottabirninum síðan á fimmtudaginn. Vona að hann hafi komist út.
sunnudagur, febrúar 29, 2004
Það var nóg um að vera í gær. Það mikið að ég hef eytt í mesta lagi einum til einum og hálfum tíma hér heima. Ég fór semsagt í skólann klukkan níu og var þar til rúmlega þrjú. Þá hjólaði ég heim og tók eftir því að hurðin var opin að íbúðinni. Ég trítlaði upp stigann með hjólið undir annarri hendinni og læsti því fyrir utan. Þá kom hann Kalli minn í dyragættina og spurði hvort ég vildi ekki koma á hafnaboltaleik, Jerod og Kate væru þar. Jújú, ég var alveg til í það og skaust inn til að skipta um föt. Við fórum á okkar fyrsta hafnaboltaleik, Texas A&M á móti New Mexico. Þetta var mun skemmtilegra en ég hafði haldið, því hafnabolti er nú ekki sú hraðasta og mest spennandi íþrótt sem er stunduð. Það var heilmikil stemning á pöllunum, sungið, kallað og dansað. Leiknum lauk með sigri A&M 11 stig gegn 10, sem ég held að séu svolítið mörg stig í einum leik í háskólaboltanum. Eftir leikinn fórum við heim, ég skellti mér í sturtu og við borðuðum kjúklinga fajitas, afgang sem ég tók með mér af Margarita Rocks, þar sem við Kate fengum okkur að borða kvöldið áður, en það var bara aldeilis gott. Svo fórum við og sóttum Jerod og Kate og héldum heim til David Davis, sem er í MBA prógramminu. Þangað komu þrír aðrir úr prógramminu með konur sínar. Við skiptum í þrjú lið og spiluðum Trivial Pursuit. Við vorum í liði með Jerod og Kate...og að sjálfsögðu unnum við. Dönskukunnáttan okkar kom sér vel í einni spurningunni, því spurt var hvað Danir kölluðu Julemanden...tíhí...það vissi það enginn nema við Kalli. Svo fékk eitt liðið spurningu þar sem spurt var hvað þú ert að segja við manneskju ef þú segir Jeg älskar dig ...gaman að þessu. Við komum svo ekki heim fyrr en um eittleytið, þá vorum við orðin svolítið þreytt eftir annasama viku, enda sváfum við út í morgun.
Ég hef ekkert heyrt í þvottabirninum síðan á fimmtudaginn. Vona að hann hafi komist út.
Ég hef ekkert heyrt í þvottabirninum síðan á fimmtudaginn. Vona að hann hafi komist út.
föstudagur, febrúar 27, 2004
...og það kom að leikslokum
Er svo sorgmædd núna. Davið Andri var að segja mér að Þorlákur frændi væri dáinn. Það er svo fjarlægt eitthvað. Hann hefur alltaf verið til staðar, þó svo maður hafi ekki hitt hann eins oft síðustu árin. Við krakkaormarnir vorum nú tíðir gestir í Arnardrangi, þar sem Láki gaf okkur alltaf ávexti, safaríkar appelsínur og epli, sagði okkur alls konar sögur af hauslausum hesti og draugaljósi í hrauninu á meðan hann spilaði við okkur, allan liðlangan daginn. Svona er lífið. Við eigum öll eftir að sakna hans mikið, þá er gott að eiga góðar minningar.
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
leikslok...my ass...
Ég heyrði í dýrinu á loftinu...sem þýðir bara það að það eru eintómir vitleysingar sem vinna hérna í þessu complexi. Þeir bönkuðu ekki einu sinni uppá og spurðu hvort 'Bjössi' væri heima, ég bara heyrði í þeim vinna eitthvað hér fyrir utan og tók svo eftir því að búið var að loka fyrir gatið. Ætli maður verði ekki að rölta enn einu sinni á skrifstofuna á morgun og spyrja hvað þau hafa hugsað sér að gera við þvottabjörninn sem er væntanlega fastur á milliloftinu, nema hann hafi aðra undankomuleið en gatið við rörið.
Ruglað lið.
Sagan endalausa...loksins komið að leikslokum....vonandi
Kallarnir komu áðan og lokuðu gatinu við niðurfallsrörið, sem þvottabjörninn klifraði inn um (að við höldum). Ég vona bara að það sé ekkert kvikindi þarna uppi sem lokast inni, drepst og fer svo að rotna hægt og rólega yfir okkur...ojoj. Það tók nú nógu helv...langan tíma að fá þetta lið til að gera eitthvað í þessum málum. Svo koma þeir og skella upp smá spónaplötu, sem tók þá í mesta lagi 5 mínútur. Við erum búin að fara margar ferðir niður á skrifstofu og kvarta. Þau sögðust hafa hringt í animal control og þeir hafi sagt að við yrðum að hringja þangað sjálf. Við gerðum það og þeir sögðu okkur að tala við skrifstofuna í complexinu, því þeir vildu ekki skilja gildru eftir við fjölbýlishús, þeir yrðu að komast að henni öllum stundum. Við töluðum aftur við skrifstofuna og þau sögðust lítið geta gert. Svo hringdum við aftur í animal controlið og þeir sögðust koma með gildru og setja fyrir utan dyrnar hjá okkur, sem gerðist svo aldrei. Við fórum enn einu sinni á skrifstofuna og kvörtuðum...*arrgh*...Þetta hefur verið algjör langavitleysa, vonandi er það búið núna.
ÚLALLA
Linda systir á afmæli í dag og í tilefni dagsins langar mig að vitna í unga dömu sem er svo vit "...vá..er hún bara tuttuguogníu!?! Ég sem hélt að hún væri eitthvað um þrítugt!!!"
(þeir skilja þetta sem eiga að skilja það...hinir verða bara að láta sig hafa það)
Innilega til hamingju með daginn, kæra sys ...skál fyrir því
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag...
Jei....Guðni frændi á afmæli í dag, og það nokkuð stórt!!!
Til hamingju með daginn Guðni minn.
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Þá er bolludagurinn liðinn. Við fórum í bollukaffi til Berglindar, aldeilis fínt. Tóta kom líka til hennar og við sátum þar frá átta til klukkan að ganga tólf á miðnætti, mikið spjallað. Jói var ekki heima, hann var víst að gróðursetja tré með einhverjum hópi fólks einhvers staðar rétt hjá Dallas, í rigningunni, örugglega svaka fjör.
Við ákváðum að skella okkur bara á þorrablótið í Dallas, sem verður reyndar ekki í Dallas heldur í Wylie, sem er fyrir norð-austan Dallas, 13. mars. Það verður bara fjör að fara í smá 'roadtrip'.
Það lítur ekki út fyrir að maður fái saltkjöt og baunir í dag, það verður bara að hafa það í þetta sinn. Jæja, lærdómurinn reddar sér ekki sjálfur...því miður.
Við ákváðum að skella okkur bara á þorrablótið í Dallas, sem verður reyndar ekki í Dallas heldur í Wylie, sem er fyrir norð-austan Dallas, 13. mars. Það verður bara fjör að fara í smá 'roadtrip'.
Það lítur ekki út fyrir að maður fái saltkjöt og baunir í dag, það verður bara að hafa það í þetta sinn. Jæja, lærdómurinn reddar sér ekki sjálfur...því miður.
mánudagur, febrúar 23, 2004
Í dag á Fanný vinkona úr Kennó afmæli. Hún er líka orðin aldarfjórðungsgömul.
Innilega til hamingju með daginn dúllan mín.
Innilega til hamingju með daginn dúllan mín.
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Við fórum í golfið á föstudaginn. Reyndar ekki fyrr en klukkan hálf ellefu. Veðrið var frábært, í fyrstu var skýjað en svo braust sólin fram úr skýjunum. Okkur gekk mjög misjafnlega að spila hringinn, en maður á allavega góð högg inn á milli sem er góðs viti. Þetta er bara svo gaman. Um kvöldið fórum við í bíó með Jerod og Kate. Við sáum Eurotrip og hún var mjög góð, rosalega fyndin. Gefur Ameríkönum góða mynd af Evrópu...brjóst, nektarstrendur, kynlíf, djamm og dóp (það var í Amsterdam). Sumt í myndinni var dálítið ýkt, en samt fyndið. Þetta er svona bullmynd eins og Old School, American Pie og Roadtrip...það er best að lýsa myndinni þannig: Þetta er American Pie á 'Roadtrippi' í Evrópu!
Í gær fór dagurinn í að læra (ok..slóra), við þrifum bílinn og fórum í mat til Tony's í Bana Calda, sem er ítalskur réttur sem samanstendur af fullt af smjöri og hvítlauk. Það er nokkurs konar fondue, þú notar brauð sem disk og steikir á pinna, osta, grænmeti, pylsur o.s.frv. í smjörinu og hvítlauknum. Svo borðar þú það yfir brauðinu þannig að hvítlaukssmjörið leki á brauðið, þegar þú ert búinn að borða nægju þína af pinnamatnum og brauðið orðið gegnsósa í hvítlaukssmjöri þá borðar þú það. Mér fannst þetta mjög gott, en Kalli var ekki hrifinn af þessu...kemur á óvart!!!
Í gær fór dagurinn í að læra (ok..slóra), við þrifum bílinn og fórum í mat til Tony's í Bana Calda, sem er ítalskur réttur sem samanstendur af fullt af smjöri og hvítlauk. Það er nokkurs konar fondue, þú notar brauð sem disk og steikir á pinna, osta, grænmeti, pylsur o.s.frv. í smjörinu og hvítlauknum. Svo borðar þú það yfir brauðinu þannig að hvítlaukssmjörið leki á brauðið, þegar þú ert búinn að borða nægju þína af pinnamatnum og brauðið orðið gegnsósa í hvítlaukssmjöri þá borðar þú það. Mér fannst þetta mjög gott, en Kalli var ekki hrifinn af þessu...kemur á óvart!!!
Hún Anna vinkona úr Kennó á afmæli í dag, á sjálfan konudaginn, og að sjálfsögðu fær hún hoppukarla líka!!!
Til hamingju með daginn, dúllan mín.
Til hamingju með daginn, dúllan mín.
laugardagur, febrúar 21, 2004
Fjörugur Fimmtudagur
Ég fór í hádegismat til Sook-Kyung á fimmtudaginn. Hún bauð ESL-hópnum úr Sociolinguistics tímunum, þ.e.a.s. ég, Hye-Yeong (frá Kóreu), Shufen (frá Taiwan) og Hitomi (frá Japan). Þetta var aldeilis fínt. Við fengum núðlusúpu og sushi rúllur (heimatilbúnar að sjálfsögðu), þær voru að reyna að kenna mér að borða með prjónum. Mér fannst það bara ganga alveg ágætlega, en þær hlógu bara að mér (var svolítið klaufaleg fyrst). Það er svolítið erfitt að borða sleipar núðlur með prjónum, þetta voru ekki svona litlar og aumingjalegar mínútunúðlur sem eru allar í flækju heldur almennilegar hlussunúðlur (eitthvað fyrir mig!), þykkari en spaghetti. Ég smakkaði sushi í fyrsta skipti og mér fannst það allt í lagi, svolítið skrýtið, en alls ekki vont. Við sátum á gólfinu og borðuðum við lágt borð, já..þetta var svona alvöru. Við spjölluðum í nokkra klukkutíma!!! Tíminn getur liðið svo hratt þegar maður skemmtir sér.
Þar sem MBA prógrammið var að klára lokaprófin á fimmtudaginn var happy hour á Dixie Chicken. Sumir mættu þar strax klukkan þrjú um daginn og byrjuðu að sötra bjór. Enda var liðið all skrautlegt þegar líða fór á kvöldið. Við kíktum aðeins þangað seinni partinn en stoppuðum ekki lengi. Fórum heim og borðuðum kvöldmat og svo fór Kalli í körfubolta klukkan níu. Þegar hann kom heim eftir boltann kíktum við aftur á Chicken-inn og sumir þar voru gjörsamlega á perunni, búnir að drekka síðan þrjú um daginn, svo hafa örugglega lang flestir keyrt heim um nóttina. Þar sem Jerod og Kalli fengu sér vel í glas tókum við Kate ekki annað í mál en að við myndum keyra heim og slepptum því öllum drykkjuskap þetta kvöldið. Um tvöleytið langaði strákana að fara á IHOP (sem er pönnukökustaður, sá sem Jóna Hulda leikur í auglýsingu fyrir) og við fengum okkur 'morgunmat'. Eftir matinn keyrði ég bílinn hans Jerods og Jerod heim til þeirra og Kate kom með bílinn okkar og Kalla þangað líka. Hún vildi síður keyra bílinn hans Jerods þar sem hann er beinskiptur, og þar sem ég er svo klár keyrði ég hann. Það var sem sagt farið frekar seint að sofa þrátt fyrir áform um að fara að spila golf klukkan tíu morguninn eftir.
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Afmæli afmæli afmæli afmæli afmæli afmæli
Einar Ólafur litli frændi minn er orðinn hvorki meira né minna en sex ára, innilega til hamingju með afmælið.
Svo á annar drengur góður að nafni Ingvi Sveinsson aldarfjórðungsafmæli (vá hvað það hljómar gamalt!!)
Til hamingju með afmælin, strákar mínir.
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
Fimm á faraldsfæti
Já, hækkandi hitastigi fylgja ýmsir kvillar og ég fann fimm kvilla í gær. Þrír sykurmaurar á rölti á stofuborðinu og tveir inni á baði. Þeir komust ekki langt greyin, ég sá til þess. Maður verður bara að vera duglegur að skúra, skrúbba og bóna svo það verði sem minnst fyrir þá að sækja í, því auðvitað eru þeir í fullu starfi við að fæða drottninguna sína. Ég á enn maurabeitur sem verður dreift um íbúðina, þar sem maurar finnast. Þetta þýðir að það eru miklar líkur á því að maurasögur fari að birtast aftur á blogginu mínu.
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Andvaka
Ég átti í erfiðleikum með að sofna í gærkveldi. Magnað hvað hugurinn er öflugur. Þegar ég var komin undir sængina fór hugurinn á flakk og fyllti heilabúið af alls konar skrítnum hugsunum. Ég fór að hafa áhyggjur af náminu, allt í einu fannst mér ég þurfa að læra svo rosalega mikið. Ég á að halda kynningu á köflum 22 og 24 í Multicultural Research aðra helgi og það fer alveg að koma mars þar sem ég þarf að halda tvo fyrirlestra og svo kemur apríl og ritgerðaskil í byrjun maí og ég er ekki byrjuð á neinni þeirra. Svo reyndi ég að telja kindur og ímyndaði mér að þær væru að stökkva inn í gömlu réttina austur í fossum, en þær stukku svo ört að ég náði ekki að telja þær. Þá fór ég að rifja upp þegar öllu fénu var smalað af landareigninni heima og inn í réttina. Svo voru kindurnar bundnar og við rúðum þær með gömlu klippunum. Afi tók helminginn af rollunni og við ormarnir skiptumst á að rýja hinn helminginn, samt var afi alltaf búinn langt á undan okkur. Þá var alltaf gott veður og amma Kara kom með djús, flatkökur, kleinur og fleira gotterí handa okkur í kaffinu. Svo áður en ég vissi af var ég sofnuð og komin inn í draumalandið. Ekki slæmt að sofna við svona fallegar hugsanir.
mánudagur, febrúar 16, 2004
sunnudagur, febrúar 15, 2004
Í dag er það bara harkan sex eftir 'sukk' gærdagsins. Eftir valentínusarpizzuna í gær lagðist ég upp í sófa og sofnaði í tvo tíma...rosa gott. Þar sem við vorum enn södd eftir pizzuna og smá nammiát um kvöldmatarleytið, ákváðum við að borða bara eitthvað létt. Það varð ekkert úr því, gleymdist eiginlega, Kalli var að læra fram til rúmlega níu og ég var að flakka á milli sjónvarpsstöðva. Við fórum út um tíuleytið og ætluðum að leigja spólu. Það tók klukkutíma, því við erum svo pikkí á myndir. Enduðum á að taka breska mynd sem heitir Once upon a time in the Midlands, með Robert Carlyle (úr Full Monty). Í leiðinni heim frá videoleigunni stoppuðum við á McDonalds og keyptum okkur jarðarberja sjeik og plain hamborgara, svona til að bæta upp fyrir kvöldmatarmissinn. Þegar heim var komið komum við okkur vel fyrir í sófanum og byrjuðum að horfa á myndina. Eftir smá stund langaði Kalla svo í snakk, þannig að hann fór og náði í Doritos poka og salsa sósu inn í eldhús. Svo langaði okkur í heita osta/salsa ídýfu, þannig að við létum það eftir okkur (erum svo góð við okkur). Gærdagurinn byrjaði vel hjá mér, Cheerios í morgunmat og appelsína í hádeginu...en svo fór allt niður á við.
Í dag er ég búin að taka aðeins til, fór í ræktina eftir hádegið og er núna að fara að þvo þvott...ekkert búin að 'sukka' í dag. Veðrið er rosa gott, sól og blíða. Mælirinn segir að það séu 15 gráður í forsælu. Kannski ég setjist bara út með bók á meðan ég bíð eftir þvottinum.
Í dag er ég búin að taka aðeins til, fór í ræktina eftir hádegið og er núna að fara að þvo þvott...ekkert búin að 'sukka' í dag. Veðrið er rosa gott, sól og blíða. Mælirinn segir að það séu 15 gráður í forsælu. Kannski ég setjist bara út með bók á meðan ég bíð eftir þvottinum.
laugardagur, febrúar 14, 2004
Fór í skólann í morgun. Var frekar þreytt af því að ég fór of seint að sofa. Hringdi í Kalla rúmlega tvö og bað hann um að sækja mig. Hann kom og sagðist vera búinn að panta Valentínusarpizzu (vorum með afsláttarmiða upp á miðstærð af Pizza Hut pizzu á 4 dollara). Við sóttum pizzuna í leiðinni heim. Þegar ég kom inn var minn búinn að koma fyrir blómvendi og geisladisk á eldhúsborðinu, en sætur. Þannig að nú er ég bara að rása á netinu og hlusta á Outkast í gúddí fíling.
föstudagur, febrúar 13, 2004
Úff, það er bara skítakuldi hér núna. Ég skutlaði Kalla í skólann rúmlega tíu og þá var hitastigið um frostmark. Það var smá rigning og hafði greinilega verið í dálítinn tíma og þar sem það var svona kalt þá var krap á bílnum, neðst á fram og aftur rúðunum hafði hann safnast saman.
Oh, ég held bara að ég sé tilbúin í smá hlýindi
Oh, ég held bara að ég sé tilbúin í smá hlýindi
Kalli byrjaði í körfubolta í kvöld í Íþróttamiðstöðinni Hann getur bara sjálfur lýst því hvernig þetta körfuboltasystem er, því þetta er hálfgerð deild í skólanum, svona nokkurs konar utandeild. Svo byrjar knattspyrnutímabilið í næstu viku og er hann sað sjálfsögðu skráður í það líka Á meðan hann elti tuðru þá fór ég í ræktina og brenndi nokkur hundruð kaloríum. Mikið rosalega er maður endurnærður eftir það. Skil ekki af hverju maður er ekki búinn að vera duglegri að fara í ræktina, mér finnst það alls ekki leiðinlegt. Ég er bara svo löt og framtakslaus...best að reyna að bæta úr því.
Jæja, bíllinn kominn í stand, betra en áður reyndar. Kalli kom fljótlega heim og við skelltum varadekkinu undir (sem er reyndar eins og hin dekkin og á eins felgum). Þegar við fórum að skoða sprungna dekkið sáum við að það var sprunga eftir dekkinu að innanverðu og hún fygldi stöfunum á dekkinu nákvæmlega eftir (Goodyear). Okkur fannst það svolítið spúkí, þannig að við fórum á Goodyear dekkjaverkstæði í College Station og fengum þá til að kíkja á dekkið, til að ath hvort það væri gallað. Maðurinn þar affelgaði dekkið og skoðaði það. Hann sá að það hafði einhvern tímann staðið, eða verið notað með of litlu lofti í einhvern tíma, því dekkið er fimm ára og það eru um 50% eftir af mynstrinu. Hann gerði okkur tilboð í nýtt dekk og við fengum hann til að kíkja á hin dekkin undir bílnum til að ath munstrið á þeim. Við vissum að varadekkið var eitthvað gallað, það orsakaði titring í stýrinu og við sögðum manninum það, hann sagðist taka það dekk líka og við fengjum annað dekk á sama tilboði, sem var $70 á dekk. Við tókum því og fengum tvö ný dekk á 160 dollara, sem ég held að séu bara ágætis kaup á nýjum Goodyear-dekkjum. Mér líður miklu betur núna, þegar bíllinn er kominn á góð dekk.
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Íris á felgunni!
Greyið bíllinn minn...fíni flotti bíllinn minn. Ég ætlaði að fá mér smá bíltúr í pósthúsið áðan. Ég stíg inn í bílinn, spenni beltið og set bílinn í gang. Svo set ég hann í bakkgír og bakka út úr stæðinu. Mér finnst bíllinn ekki alveg eins og hann á að sér að vera, eitthvað svo skrýtinn í stýrinu, þannig að ég stíg út úr bílnum og geng hring í kringum hann. Þegar mér verður litið á hægra framdekkið sé ég að það er á felgunni!!! Mitt litla hjarta tekur sársaukakipp, æ, greyið bíllinn minn. Ég dóla honum rólega í stæðið aftur. Þar sem ég er algjör kelling hugsaði ég strax "best að bíða þangað til Kalli kemur heim", í staðinn fyrir að rífa upp tjakkinn og varadekkið...ég er enn að hugsa!!! Ég fór allavega ekki í bíltúr á felgunni...í þetta sinn.
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Það er ennþá grenjandi rigning, meira en var í gær. Nú hefur maður sko not fyrir regnhlífina, heldur betur. Ég mæti í skólann tvo daga í viku og þetta er þriðji dagurinn, frekar en fjórði, á mánuði sem það rignir. Síðustu vikur hefur rignt í miðri viku og svo hefur það gengið yfir fyrir helgi, nema laugardaginn 24. janúar...þá var rigning og þá þurfti ég að mæta í skólann. Rigningin er í rauninni ekkert svo slæm hér. Það er að minnsta kosti ekki rok, þannig að maður getur haldið sér nokkurn veginn þurrum með regnhlif, svo getur maður náttúrulega bara skellt sér í regngallann. Verst að vera ekki með Nokia stígvél hérna, þá væri maður í góðum málum
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
Kræst. Það bara rignir og rignir. Í gær voru geðveikar þrumur og eldingar, það var eins og maður væri staddur á sprengjusvæði. Svo var mér reyndar sagt að þetta sé ekkert miðað við hvernig það er vanalega í mars og apríl. Spáin segir að það eigi að rigna á morgun og hinn líka...æðislegt.
Mig langaði að prufa að breyta aðeins til. Hvernig finnst ykkur þetta útlit? Ætti ég að breyta aftur yfir í gamla útlitið eða eitthvað annað?
Svava amma á afmæli í dag og hún er að spóka sig á Kanarí...góða gellan!!
Til hamingju með afmælið, elsku amma.
Til hamingju með afmælið, elsku amma.
mánudagur, febrúar 09, 2004
Það er ein auglýsing í sjónvarpinu sem mér finnst nokkuð sniðug, ekki út af þvi að auglýsingin sjálf sé eitthvað skemmtileg heldur út af því að ein stelpan sem leikur í henni er alveg eins og Jóna Hulda þegar hún var ca 8-10 ára. Mér hefur ekki tekist að finna þessa auglýsingu á netinu, ennþá. Stelpan er ótrúlega lík Jónu Huldu...ég varð bara alveg gáttuð þegar ég sá hana fyrst...eruð þið viss um að Jóna Hulda hafi ekki leikið í neinni auglýsingu þegar hún var á þessum aldri?
Ég hef stigið fæti á 10 lönd í heiminum...vá..ég gerði mér ekki grein fyrir því.
<
create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
En ég hef ekki ferðast út um allt í þessum löndum, þetta virðist svo mikið af því að allt landið verður rautt...hehe
Gíbraltar komið inn!!
<
create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
En ég hef ekki ferðast út um allt í þessum löndum, þetta virðist svo mikið af því að allt landið verður rautt...hehe
Gíbraltar komið inn!!
Það er bara allt að verða vitlaust hér í Bryan/College Station...í gærmorgun þá kviknaði í ítölskum veitingastað í CS sem heitir Olive Garden, og það til kaldra kola. Ég var að taka til inni í eldhúsi þegar þessi líka svaka læti heyrðust, hver sírenan á fætur annarri. Svo ultu tveir lestarvagnar í B, en sem betur fer voru þeir ekki að flytja nein eiturefni eða annað skaðlegt. Þeim er nær að vera að fara hér í gegn. Lestarteinarnir liggja í gegnum bæina, og eru skammt frá íbúðinni okkar. Í hvert skipti sem lest fer yfir gatnamót þarf hún að flauta...og það er ekkert smá flaut. Þetta eru allt vöruflutningalestir. Sumir lestarstjórarnir liggja bara stanslaust á flautunni þegar þeir fara í gegnum bæinn, auk þess ganga þær allan sólarhringinn. Núna er maður hættur að vakna á nóttunni við lætin í þeim, sem betur fer. Stundum nötrar húsið þegar lest með þungan farm fer hjá, það eru engin smá læti í þeim.
Skaftfellingarnir bara hópast inn á þetta blessaða blogg. Maður hefur greinilega enga hugmynd um hverjir skoða það, alltaf einhverjir nýjir að kvitta fyrir sig. En, frábært, takk fyrir þessar góðu viðtökur.
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Ég fór í tíma í gær á milli klukkan 9 og 15 í Rannsóknum á fjölmenningarlegri kennslu (Research on Multicultural Education). Það gerðist ekkert fréttnæmt í þessum tíma. Kalli fór að vinna með hópnum sínum klukkan eitt og var að til rúmlega fjögur. Þá kom hann heim og sagði mér að Nick (einn í hópnum) hafi boðið hópnum í mat (ég mátti fylgja með) þar sem hann ætlaði að bjóða upp á dádýrskjöt, hmm...allt í lagi...ég féllst á það, þrátt fyrir að hafa ekki komist upp á lagið með að borða villibráð. Kalli, eins mikill matargikkur og hann er, var alveg til í þetta enda hafði hann smakkað hjá honum grillaða 'dúfu' (samt ekki dúfa eins og lifir á matarleifum mannskepnunnar í þéttbýli, heldur villtur fugl skyldur henni) með beikoni og osti, og Kalla fannst það bara alveg prýðilegur matur. Aftur að dádýrinu, þá voru þetta dádýrsbjúgu (deer sausages) sem hann hafði látið gera fyrir sig úr bráðinni. Hann grillaði þau í ofni með svörtum baunum og osti ofan á, svo er þetta borið fram með grilluðu brauði og aspas. Þetta var bara prýðilegur matur. Kjötið er mjög magurt þannig að það voru ekki fitukögglar í bjúgunum, eins og oft vill gerast. Það var ekkert svona vont 'villi-bragð' af kjötinu, eins og er oft og fólk felur með sósu...'sósan skiptir gríðarlega miklu máli' blablabla...já til að fela sk**abragðið.
laugardagur, febrúar 07, 2004
Það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart hversu lítill þessi heimur er (kannski er ég með gullfiskaminni)!! Ég var að skoða heimasíðuna hjá Helgu Berglindi í Horsens (sjá til hlíðar) og tók eftir því að hún er með tengil á Fríðu og Magga í Köben, þetta hljómaði nokkuð kunnuglega, þannig að ég fór inn á síðuna hjá Binna og Ástu og viti menn...þau eru líka með tengil á Fríðu og Magga....nokkuð skondið, ekki satt? En ég þekki Fríðu og Magga ekki neitt!!!
föstudagur, febrúar 06, 2004
Kalli er að fara í 'mock interview' á morgun. Það virkar þannig að MBA nemarnir geta skráð sig hjá ákveðnum fyrirtækjum sem taka þá í 'plat'- atvinnuviðtöl. Þessi viðtöl hafa reyndar leitt til sumarvinnu sem getur leitt til framtíðarstarfs. Kalli skráði sig í viðtal hjá Ford, veit að pabbi og Dabbi verða sáttir við það!!
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Ragga vinkona var að eignast lítinn strák í dag, góður dagur mar'... Innilega til hamingju með litla drenginn. Emil Óli verður örugglega rosalega duglegur að hjálpa litla bróður, alla vega samkvæmt myndunum á heimasíðunni hans
hehe...ég er farin að halda að 'dissarinn' og 'reddarinn' séu sama manneskjan, kannski tvær manneskjur í einum haus, geðklofi, því það er ansi stuttur tími sem líður á milli skilaboða frá þeim...hehe...gamannaððí!!
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Við Kalli eigum 'afmæli' í dag...níu ár...vá, það er rúmlega einn þriðji af ævinni minni...og tæplega einn þriðji af ævinni hans....og við erum ekki orðin leið hvort á öðru...frábært!!!
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
mánudagur, febrúar 02, 2004
Það fyrsta sem ég hugsaði í gærmorgun þegar ég vaknaði var: "Nú eru ansi margir Skaftfellingar þunnir"
Dagurinn í gær varð ekki eins afkastamikill og við skötuhjúin höfðum planað. Við ætluðum að taka til, fara í ræktina, fara í golf, læra, fara til Drew (í Superbowl partý)..etc. Við tókum til hér í gærmorgun, það gekk alla vega eftir. Svo settumst við niður í smá stund og tókum fram námsbækurnar. Jerod hringdi í hádeginu og bauð okkur að koma með sér og Kyle, bróður hans, í hádegismat. Jújú, við slógum til, enda ekki búin að borða hádegismat. Við fórum á einhvern stað sem er bara með kjúklingastrimla (chicken strips) og að sjálfsögðu eru þeir djúpsteiktir. Ég ætlaði eð reyna að vera eins heilsusamleg og ég gat á þessum stað og pantaði mér kjúklíngasamloku, en neinei, það voru djúpsteiktir kjúklingastrimlar inni í löðrandi brauði, sem þeir kalla Texas Toast, að auki var mikið salt á brauðinu. Þetta var sannkallaður þynnkumatur, gallinn var bara sá að ég var ekki þunn, enda varð ekkert úr brennivínsdrykkju kvöldið áður. Eftir hádegismatinn fórum við í bíltúr um eitt millahverfið í Bryan og HÓLÍ SJITT...ég hefði alveg eins getað haldið að þetta væru hótel en ekki íbúðarhús. Að bíltúrnum loknum fórum við öll hingað og Kyle, sem er tölvugúrú, setti veiruvörn í tölvuna okkar og uppgötvaði að í henni var Trójuhestur, sem er slæm veira. Þannig að einhver hefur getað verið að nota tölvuna okkar til óheiðarlegra viðskipta...kannski einhver klámhundur að dreifa klámi...úff...ojojoj....Þetta tölvustúss tók allnokkurn tíma og eftir það var bara kominn tími á Super Bowl. Við fórum til Drew þar sem fullt af fólki var saman komið, og ég þekkti mjöööög fáa. Við stoppuðum þar bara fyrri hálfleikinn, enda Kate komin í bæinn (hafði farið til Longview um helgina, brúðkaupsstúss) og við komum við á Wings n' more og tókum með okkur kjúkling, aftur. Ég fékk mér aftur kjúklingasamloku, en í þetta skiptið var hún holl. Það var kjúklingabringa, með káli og tómötum í venjulegu brauði...ekki steiktu brauði. Við tókum matinn heim til Jerods og Kate þar sem við horfðum á New England Patriots sigra Carolina Panthers með vallarmarki á síðustu 5 sekúndunum, en hverjum er ekki sama um það?? Við Kalli fórum heim eftir leikinn og lögðumst upp í sófa, því fyrsti þáttur í Survivor All-Stars var sýndur eftir leikinn...ég gæti sko alveg eyðilagt fyrir öllum og sagt hverjir eru í þættinum og hver var rekinn....en ég geri það ekki núna...kannski næst...múahahahaha. Við gerðum sem sagt bara tvennt af því sem við höfðum áætlað, því tími til lærdóms var ansi stuttur....en tölvan er alla vega veirulaus. Einhver hafði reynt að ráðast á hana í morgun, en vörnin hans Kyle kom í veg fyrir það...jei.
Dagurinn í gær varð ekki eins afkastamikill og við skötuhjúin höfðum planað. Við ætluðum að taka til, fara í ræktina, fara í golf, læra, fara til Drew (í Superbowl partý)..etc. Við tókum til hér í gærmorgun, það gekk alla vega eftir. Svo settumst við niður í smá stund og tókum fram námsbækurnar. Jerod hringdi í hádeginu og bauð okkur að koma með sér og Kyle, bróður hans, í hádegismat. Jújú, við slógum til, enda ekki búin að borða hádegismat. Við fórum á einhvern stað sem er bara með kjúklingastrimla (chicken strips) og að sjálfsögðu eru þeir djúpsteiktir. Ég ætlaði eð reyna að vera eins heilsusamleg og ég gat á þessum stað og pantaði mér kjúklíngasamloku, en neinei, það voru djúpsteiktir kjúklingastrimlar inni í löðrandi brauði, sem þeir kalla Texas Toast, að auki var mikið salt á brauðinu. Þetta var sannkallaður þynnkumatur, gallinn var bara sá að ég var ekki þunn, enda varð ekkert úr brennivínsdrykkju kvöldið áður. Eftir hádegismatinn fórum við í bíltúr um eitt millahverfið í Bryan og HÓLÍ SJITT...ég hefði alveg eins getað haldið að þetta væru hótel en ekki íbúðarhús. Að bíltúrnum loknum fórum við öll hingað og Kyle, sem er tölvugúrú, setti veiruvörn í tölvuna okkar og uppgötvaði að í henni var Trójuhestur, sem er slæm veira. Þannig að einhver hefur getað verið að nota tölvuna okkar til óheiðarlegra viðskipta...kannski einhver klámhundur að dreifa klámi...úff...ojojoj....Þetta tölvustúss tók allnokkurn tíma og eftir það var bara kominn tími á Super Bowl. Við fórum til Drew þar sem fullt af fólki var saman komið, og ég þekkti mjöööög fáa. Við stoppuðum þar bara fyrri hálfleikinn, enda Kate komin í bæinn (hafði farið til Longview um helgina, brúðkaupsstúss) og við komum við á Wings n' more og tókum með okkur kjúkling, aftur. Ég fékk mér aftur kjúklingasamloku, en í þetta skiptið var hún holl. Það var kjúklingabringa, með káli og tómötum í venjulegu brauði...ekki steiktu brauði. Við tókum matinn heim til Jerods og Kate þar sem við horfðum á New England Patriots sigra Carolina Panthers með vallarmarki á síðustu 5 sekúndunum, en hverjum er ekki sama um það?? Við Kalli fórum heim eftir leikinn og lögðumst upp í sófa, því fyrsti þáttur í Survivor All-Stars var sýndur eftir leikinn...ég gæti sko alveg eyðilagt fyrir öllum og sagt hverjir eru í þættinum og hver var rekinn....en ég geri það ekki núna...kannski næst...múahahahaha. Við gerðum sem sagt bara tvennt af því sem við höfðum áætlað, því tími til lærdóms var ansi stuttur....en tölvan er alla vega veirulaus. Einhver hafði reynt að ráðast á hana í morgun, en vörnin hans Kyle kom í veg fyrir það...jei.