þriðjudagur, september 30, 2003

Bookmark and Share
"Athugasemdirnar" eru bilaðar og verða í smá tíma...ég nenni ekki að standa í því að skipta um, þannig að þið verðið bara að gjöra svo vel og tjá ykkur í gestabókina, eða beðið með það þangað til allt kemst í lag (það ættu ekki að vera nema 1-2 dagar í mesta lagi).

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Haldiði ekki að frú HP Foss eigi afmæli í dag...Til hamingju með daginn Ragnhildur

 

0 Ummæli

sunnudagur, september 28, 2003

Bookmark and Share
Helgi Pálsson á nú alveg heiður skilinn fyrir að vera svona duglegur að láta heyra í sér á síðunni...og þið hin ættuð að taka hann til fyrirmyndar á því sviðinu. Auðvitað þakka ég öllum þeim sem hafa skrifað hér inn, mér finnst svo gaman að heyra frá ykkur.
Kalli skilur stundum ekkert í mér þegar ég sit skellihlæjandi við tölvuskjáinn.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Kæru ættingjar....nú er illt í efni!!! Það hefur spurst út hvernig þið hagið ykkur á fjölskyldusamkomum.
Við fórum í heimsókn í gær til vinafólks okkar og gripum með okkur þrjú myndaalbúm og íslenska geisladiska. Eftir að hafa skoðað herlegheitin sögðust þau endilega vilja heimsækja Ísland, koma í réttir og svoleiðis. Það slæddust inn nokkrar myndir af ýmsum aðilum fjölskyldunnar í "þokkalega eðlilegu" ásigkomulagi. T.d. bumbumyndir af Steinari og Bjögga, greppitrýni Lindu, Bjarkar, Davíðs Más, Péturs og Jóns Péturs o.s.frv. Sem betur fer voru líka myndir af hinum eðlilegri ættingjunum og svo erum við Kalli hér sem fyrirmyndir og til að útskýra, þannig að þetta er kannski ekki eins slæmt og það lítur út fyri að vera...úff...Það var erfitt að útskýra þetta fyrir aumingja Könunum, en þeim fannst þetta mjög spennandi.

 

0 Ummæli

laugardagur, september 27, 2003

Bookmark and Share
Már, tengdó, á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið!!

Ohohohoho....maurarnir eru sko ekki farnir. Þeir láta bara ekki sjá sig eins mikið og fyrst. Maður rekst ennþá á þá hér og þar. Þeir eru farnir að vera svolítið kræfir, því stundum þegar ég sit við tölvuna og skrifa, sé ég einn og einn skríða yfir lyklaborðið, og jafnvel upp á hendurnar á mér...þvílíkir dónar. Svo eru þeir ekki lengi að birtast ef "maður" gleymir glasi á borðinu. Til dæmis var Kalli í tölvunni rétt áðan og var með Pepsi glas. Hann skildi það eftir á skrifborðinu og nú eru strax komnir þrír maurar á það!!! Þeir eru örugglega að láta hina vita núna að þeir hafi fundið SYKUR!!!

Pæling dagsins:
Hafiði pælt í því hvað við erum skyld maurum....ef þið gleymið að skrifa "ð"-ið í "maður", hver verður þá útkoman?

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Jæja...ég er búin að vera ofboðslega dugleg í dag. Vaknaði snemma og fór að læra. Svo fyrir níu hjólaði ég upp í skóla, því ég þurfti að skila fartölvunni og skjávarpanum sem ég fékk lánað til að nota í kynningunni í gær. Var komin heim aftur um níuleytið og hélt áfram að læra. Svo lærði ég enn meira. Ég tók mér pásu og við skötuhjúin hjóluðum í bankann. Svo þegar við komum heim aftur þá fórum við að læra. Kalli fór og náði í bílinn á verkstæðið klukkan fjögur (hann var í 60.000 mílna tékki). Sem sagt, við erum búin að vera að læra í allan dag.

Svona er nú líf námsmannsinns í Texas.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Það voru víst snúruvitleysingarnir á talsambandinu sem voru að flippa á síðunni minni, mig grunaði það nú reyndar þegar ég skoðaði síðurnar þeirra...eintómt bull á "útlensku"...naumast að það er gaman í vinnunni...og mikið að gera.

 

0 Ummæli

föstudagur, september 26, 2003

Bookmark and Share
Fólk er bara farið að flippa á síðunni minni....og þá er ég ekki að tala um ættingjana eða vinina, því ég er orðin svo vön flippinu í þeim að mér finnst það bara eðlilegt. Hvað er í gangi eiginlega???? Ég náði nú að staula mig fram úr þýskunni sem kom inn á athugasemdirnar í dag, en ég skil ekki ítölsku. Og svo gestabókin....hver skrifar svona nafnlaust!!!! Er það leyndur aðdáandi???

Mamma mín, það er allt í lagi með mig. Það er bara búið að vera svo mikið að gera að ég hef rétt haft tíma til að draga andann. Ég var með nokkurs konar fyrirlestur, eða kynningu í dag, á efni eins kaflans sem við vorum að lesa í International ESL. Ég var með herping í rassinum í allan dag, ég var svo stressuð!!! En það gekk allt vel að lokum, ég lifði þetta af.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, september 25, 2003

Bookmark and Share
Júhú....eitt þúsund heimsóknir á síðuna...og ég fékk sjálf heiðurinn af að vera númer 1.000......ætli ég eigi ekki meiri hlutann af þessum heimsóknum sjálf...kíki á siðuna mörgum sinnum á dag því ég er svo spennt að sjá hvort einhver hafi skrifað inn á hana.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Jebbs...er komin heim heil á húfi og ekkert hefur komið upp á í dag...sem betur fer...svona óhappadagar eru magnaðir.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, september 24, 2003

Bookmark and Share
Nú er klukkan rúmlega fjögur hjá mér og enn er allt í góðu lagi...ekkert "óvænt" gerst. En dagurinn er ekki búinn enn, þannig að ég bíð bara og vona.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Dagurinn í dag er búinn að vera einn af þessum dögum.........ég byrjaði daginn klukkan átta á því að brjóta rúðu í svefnherbergisglugganum ($ fimm dollarar þar $), þetta eru svona asnalegir amerískir gluggar þar sem maður þarf að draga neðri helminginn upp og festa hann til að opna, og þegar ég ætlaði að loka honum, þá bara rann hann úr höndunum á mér og einn af 8 litlum flísum í neðri helmingnum brotnaði (hefði getað verið verra).

Svo fór ég á bókasafnið því ég ætlaði að vera svo dugleg að lesa....en ég gat bara engan veginn einbeitt mér, var eitthvað svo eirðarlaus, þannig að ég hjólaði heim rétt eftir hádegi. Þar fór ég á netið til að velja 4 greinar til að skrifa um í tveimur kúrsum. Það gekk ekki rassgat, því ég fann bara tvær greinar sem mér fannst áhugaverðar, en greinarnar þurfa að tengjast ESL (English as a second language/enska sem annað tungumál). Er ég allt of vandlát?

Ekki nóg með það, heldur gat ég engan veginn setið lengur inni (eftir 3-4 tíma setu við tölvuna) og rauk upp í skóla, bara til að þurfa ekki að hanga heima með eirðarleysi og pirring í líkamanum. Svo rúmlega fjögur áttaði ég mig á því að ég gleymdi möppunni heima, sem ég var að fara að nota í tímanum rúmlega fimm. Ég, upp á hjólið aftur, og þaut heim og náði í möppuna. Ég þurfti að hitta eina stelpu sem vildi endilega spyrja mig um íslensku fyrir einhvern kúrs sem hún er í klukkan 20 mín. í fimm. Það var heitt úti og ég svitnaði eins og svín við að hjóla svona fram og til baka. Sem betur fer hafði ég vit á því að grípa með mér auka bol þegar ég sótti möppuna, þannig að ég gat skipt um áður en ég fór í tímann...þannig að það var strippað á kvennaklósettinu þennan daginn.

Nú er dagurinn sem betur fer að kveldi kominn og vona ég að morgundagurinn taki blíðlega á móti mér.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

ÞAÐ VAR HLYNUR SEM SAGÐI Í ÆTTARKÖNNUNINNI AÐ HONUM VÆRI ALVEG SAMA...AF ÖLLUM!!!!

 

0 Ummæli

mánudagur, september 22, 2003

Bookmark and Share
Dagný er 13 ára í dag. Til hamingju með afmælið, Dagný mín


 

0 Ummæli

sunnudagur, september 21, 2003

Bookmark and Share
Dagurinn í dag hefur verið rólegur. Við erum bara búin að vera heima og læra, enda er búið að rigna í allan dag. Þetta er bara rólegur sunnudagur, eins og sunnudagar eiga að vera.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Við skruppum í Ikea í Houston í gær til að kaupa bókahillur, svo nú getur maður tekið bækurnar af gólfinu. Við fórum strax klukkan 11 þegar Kalli var búinn í prófinu. Það gekk allt vel fyrir sig og við vorum komin aftur um fjögurleytið. Þar sem við vissum hvað við ætluðum að kaupa tók þetta ekki svo langan tíma.

Svo fórum við í Northgate (sem er nokkurs konar "Lækjartorg" College Station, bara hlýrra, þyrping af pöbbum, stólar, bekkir og borð) um tíuleytið í gærkveldi þar sem MBA bytturnar mæltu sér mót (sumir byrjuðu að þjóra bjóra strax eftir prófið, eða klukkan ellefu fyrir hádagi!!). Alveg magnað félagslíf í þessu MBA prógrammi. Fólk kemur bara með kæliboxin full af bjór og sötra hann í rólegheitunum fram eftir nóttu, úti í 25 stiga hita. Sumir kaupa bjórinn af börunum, hann er ekki svo dýr þar hvort eð er. Þetta var bara rosa gaman, að sitja þarna og spjalla. Það var hljómsveit að spila fyrir utan einn pöbbinn þannig að það var tónlíst líka. Mjög indælt. Við röltum svo heim fljótlega eftir miðnætti þegar byrjaði að rigna létt, en það tekur okkur kannski tíu mínútur að labba þennan spotta.

 

0 Ummæli

föstudagur, september 19, 2003

Bookmark and Share
Við Kalli vorum að skoða vefsíðu um daginn sem hefur að geyma upplýsingar um tónleika og miðasölu, meðal annars hér í Texas. Við skrolluðum niður listann yfir hljómsveitirnar og ég rak augun í hljómsveitarnafnið Dimmu Borgir.
Ég hugsaði með mér að þetta getur ekki verið amerísk hljómsveit með þetta nafn...svo fór ég og leitaði eftir þessu nafni og komst að því að þetta er einhver norsk þungarokkhljómsveit...ekki spennt.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Pálmi frændi vann Hótel Eddu mótið í golfi um daginn.....ohh, hann er svo klár
Til hamingu Pálmi minn.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Vá, ég bara veit ekki lengur hvað ég á að skrifa hér inn. Allir dagar eru orðinir eins. Vakna, læra, skóli, borða, sofa. Við hljótum að fara að gera eitthvað fljótlega sem vert er að segja frá. Annars getur maður alltaf farið að bulla eins og Helgi frændi...það er nú gaman að lesa það sem hann skrifar þó svo að maður skilji ekki allt!!

Það er klikkað að gera í skólanum hjá Kalla. Í þessari viku voru fjögur próf á dagskrá; tvö próf á miðvikudaginn, eitt á fimmtudaginn og eitt á laugardaginn....bilun...og einn prófessorinn hans er með próf í hverri viku. HEFUR ÞETTA FÓLK EKKI LÆRT NEINA KENNSLUFRÆÐI? Þetta er kannski ekki svo skrýtið þar sem farið er í gegnum prógrammið á hraðferð...meira efni á styttri tíma.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, september 16, 2003

Bookmark and Share
KÆRU ÆTTINGJAR!!! Ég hef sett smá könnun inn á síðuna mína sem ég hvet ykkur eindregið að taka þátt í. Látið það berast til að sem flestir taki þátt í henni.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Við fórum í golf í gærmorgun.
Það var einn sem er með Kalla í MBA prógramminu sem átti rástímann. Þeir ætluðu að fara þrír saman og voru búinir að bjóða Kalla með því það eru mest fjórir í holli. Svo forfallaðist einn þannig að hann bauð okkur báðum að koma með. Vöknuðum klukkan sex til að vera komin út á völl klukkan hálf sjö, en við áttum tíma klukkan 07:10. Það gekk á ýmsu, enda höfum við ekki spilað golf síðan í júní, þannig að það verður ekkert farið út í skorið á þessari stundu! Við vorum ansi róleg svona í morgunsárið og vorum ekkert að stressa okkur. Horfðum á sólarupprásina og spiluðum okkar golf í rólegheitunum. Alex (sá sem átti rástímann) var sko ekki að spila sitt besta golf, hann var með splunkunýtt golfsett og í einu upphafshögginu flaug hausinn af drivernum, góðu græjurnar. Svo þegar við vorum komin á níundu braut kom einn golfvallarstarfsmaðurinn og bað okkur um að herða aðeins leikinn og hleypa fólki fram úr, því það var farið að safnast upp á eftir okkur. Við höfðum reyndar reynt að hleypa framúr á áttundu en þau vildu ekki fara framúr okkur. Við spýttum í lófana og héldum áfram, stungum hitt liðið bara af. Þetta var alveg ágætt, þrátt fyrir blöðrurnar á höndunum (algjörlega úr þjálfun). Reyndar hélt ég að völlurinn væri betri, hann var reyndar svolítið blautur eftir rigningarnar fyrir helgi.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Tölvan var í hassi í allan dag. Einhverra hluta vegna datt nettengingin út en samt var tölvan nettengd!!! Hún gat tekið við tölvupósti en við gátum samt ekki skoðað vefsíður eða verið á MSN messengernum. Svo var Kalli eitthvað að fikta og hún fór í lag, hann sagðist ekki einu sinni vita hvað hann gerði...þvílík tækni þessi tölvutækni

 

0 Ummæli

sunnudagur, september 14, 2003

Bookmark and Share
Til hamingju með afmælið Davíð Már litli frændi minn og til hamingju með bílprófið. Farðu varlega í umferðinni.

 

0 Ummæli

laugardagur, september 13, 2003

Bookmark and Share
Ég átti í löngum samningaviðræðum við pabba fyrir viku síðan . Hann var að halda því fram að hann ætli að hætta með sauðfé og að þetta hafi verið síðustu réttirnar.
Hann sagði mér jafnframt að allir ættingjarnir hafi farið með grátstafinn í kverkunum og tárin í augunum til síns heima á sunnudaginn .
Ég sætti mig ekki alveg við það og samdi því við hann um að halda áfram í a.m.k fimm ár í viðbót. Mér finnst við þurfa smá aðlögunartíma til að styðja við hvort annað og sætta okkur við þetta. Þar sem pabbi minn er svo góður sættist hann á það, þannig að hann og mamma ætla að þrauka fyrir okkur í a.m.k fimm ár í viðbót (og Elísabet ætlar að hjálpa til)...
...skál fyrir pabba mínum og mömmu minni

 

0 Ummæli

föstudagur, september 12, 2003

Bookmark and Share
Davíð Már, litli frændi, stóðst bóklega hlutann af bílprófinu í dag...jibbý....til hamingju með það.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Við Kalli fórum í keilu í gærkvöldi, með Jerod og Kate, en Jerod er með Kalla í MBA prógramminu. Það var rosalega fínt, við erum búin að vera svolítið með þeim undanfarið, þau eru rosa fín. Þau eru meira að segja farin að læra nokkur íslensk orð, eins og "stóra húsið"(stóð á einu skilti við eitt hús hér rétt hjá) og "stór maður", (það er einn sem er rosalega hávaxinn í hópnum þeirra). Svo erum við búin að segja þeim ýmislegt um Ísland, en þau eru mjög áhugasöm og spyrja mikið. Mér finnst það rosa gaman, enda alltaf að "kenna" þeim eitthvað nýtt um landið mitt.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Ekkert vesen út af 9-11, maður varð voða lítið var við það. Tók reyndar eftir því að það var eitthvað í sjónvarpinu, einhverjar ræður og svoleiðis í Washington, svo sá ég blómakrans í einni byggingunni í skólanum (Memorial Student Center). Sú bygging er heilög. Það má ekki vera með húfur eða hatta inni í henni og það má ekki ganga á grasinu á lóðinni fyrir utan hana - RESPECT-

 

0 Ummæli

fimmtudagur, september 11, 2003

Bookmark and Share
Á morgun er 9-11, fólk er aðeins búið að tala um það hér, en samt ekki eins mikið og ég bjóst við. Kannski af því að ég umgengst svolítið mikið af "útlendingum". Reyndar er búið að fjalla svolítið um árásirnar í sjónvarpinu, en ég hef ekki haft tíma til að fylgjast með því öllu, maður verður víst að læra. Talandi um það, þá var ég alveg með í maganum í dag vegna tímans, ég kveið svo fyrir að fara, því mér fannst ég ekki kunna efnið sem átti að lesa nógu vel, enda var þetta ekkert lítið efni, ein 50 bls. bók og 3 kaflar í annarri bók (um 100 bls.). Mér fannst þetta nú heldur mikið efni að innbyrða á skömmum tíma. Reyndar kom það líka í ljós að ég misskildi námskeiðslýsinguna aðeins, ég er semsagt búin að lesa fyrir næsta tíma líka...algjör sauður!!!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Ég þurfti að mæta í tíma klukkan fimm síðdegis, sem er ekki í frásögur færandi, nema hvað að um þrjúleytið heyrði ég þessar líka rosa þrumur. Í kjölfarið byrjaði að hellirigna og ég sá mig í anda á nýja hjólinu, rennandi blauta að hjóla í skólann, eins og úfinn hænurass í roki um hausinn (hárið á mér fer í allar áttir eftir að hafa verið í rigningu). Það hlakkaði bara í Lindu systur þegar ég sagði henni hvernig veðrið væri hér, en ég spjallaði aðeins við hana á MSN-inu. Mér til mikillar lukku stytti upp rétt áður en ég lagði af stað í skólann, þannig að allar áhyggjurnar um að greiðslan færi í vaskinn voru óþarfar. Heppin ég

 

0 Ummæli

þriðjudagur, september 09, 2003

Bookmark and Share
Særún litla snúra á STÓR afmæli í dag...hún er 25. Til hamingju með daginn, Særún mín

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Ótrúlegt hvað sumir daga líða fljótt og manni finnst maður ekki hafa gert neitt af viti. Sunnudagurinn þaut hjá, ég man ekki einu sinni hvað ég var að gera allan daginn!!! Ég las svolítið í námsefninu um daginn, svo grilluðum við svínakjöt dálitið snemma því Kalli þurfti að vinna verkefni með hópnum sínum, Jerod, Kyle og Tony. Þegar Kalli kom heim rúmlega átta, fórum við í Super Wal-Mart og ætluðum að kaupa hjól sem við vorum búin að sjá þar. Haldiði að við mætum ekki einum gaur að trilla út síðasta hjólinu...týpískt. Við brunuðum í hitt Wal-Martið (hinum megin í bænum) og keyptum síðasta hjólið þar. Rosa fínt Mongoose hjól á 13.000 kall, með dempurum að framan og aftan, standara og alles. Kalli fór á hjólinu í skólann í gær og fannst það bara fínt, munur að geta hjólað í skólann. Hentugra en að vera á bílnum (engin bílastæði) og fljótlegra en að ganga

 

0 Ummæli

mánudagur, september 08, 2003

Bookmark and Share
Takk fyrir sögurnar úr réttunum, Helgi. Núna líður mér miklu betur yfir að hafa misst af þeim . Í staðinn fór ég á leik í amerískum fótbolta þar sem ég hvatti mitt lið til dáða með hinum 74.015 áhorfendunum og skemmti mér konunglega. Þegar gestaliðið var í sókn og leikmennirnir reyndu að heyra hvað leikstjórnandinn var að segja þeim um leikkerfið sem þeir áttu að nota, þá hófu stuðningsmenn A&M upp raust sína og sveifluðu hvítu A&M handklæðunum sínum þannig að það var vonlaust fyrir þá að heyra nokkurn skapaðan hlut. Í hálfleik sýndi lúðrasveitin listir sínar. Það var alveg ótrúlegt að sjá 350 manns spígspora um völlinn í takt við tónlistina sína og búa til alls konar mynstur. Það er engan veginn hægt að lýsa því með orðum, og varla myndum heldur. Maður verður eiginlega bara að vera á staðnum til að upplifa þetta á jafn magnaðan hátt. Gallinn við amerískan fótbolta er hvað hann tekur langan tíma, leiktíminn sjálfur er bara klukkutími en það er alltaf verið að stoppa tímann og leikurinn stóð frá sjö að kveldi til ellefu. Maður stóð nánast allan tímann (tylltum okkur aðeins niður í leikhléi) enda var ég orðin svolítið þreytt undir lokin. Allt fór vel að leikslokum og skólinn minn fór með sigur af hólmi gegn Utah.

Pabbi hefði verið sáttur við hvatningarópin hjá okkur: FARMERS FIGHT, FARMERS FIGHT!! En það er mikil og gömul bændahefð í þessum skóla (A&M University stendur fyrir Agriculture and Mechanics=Landbúnaðar- og Vélfræði háskóli). Ennþá er landbúnaðardeild í skólanum og maður getur alveg séð hverjir eru í þeirri deild, því það eru sko kúrekarnir, með kúrekahattana, í kúrekastígvélum, gallabuxum og köflóttum skyrtum, svaka gæjar. Er að spá í að redda svona græjum fyrir Kalla.

 

0 Ummæli

sunnudagur, september 07, 2003

Bookmark and Share
Við fórum á "Yell Practice" rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Það er alltaf haldið kvöldið fyrir heimaleiki á fótboltavellinum. Þarna koma saman þeir sem ætla á leikinn og æfa öskrin og hvatningarnar, það er svaka stemning. Í A&M eru ekki klappstýrur, heldur eru fimm myndarlegir ungir menn sem gefa merki um hvernig hróp skal nota næst og stýra öllum skaranum, það er alveg magnað að fylgjast með þessu og hvað þá að taka þátt. Það er svo rosalega mikið af alls konar hefðum í þessum skóla. Til dæmis eru ljósin slökkt í smá tíma á Yell Practice og þá eiga þeir að kyssast sem eru saman, kjörið á stefnumótum, en þeir sem eru ekki með neinum halda uppi kveikjara (með loga að sjálfsögðu). En í leiknum sjálfum kyssist fólk þegar A&M skorar snertimark.
Við vorum ekki komin heim fyrr en eftir tvö í nótt, vorum að hangsa með vinafólki okkar. Ég þurfti að mæta í skólann klukkan níu í morgun og var dálítið þreytt eftir daginn. Ég skrifa um leikinn sjálfan á morgun, er svo þreytt núna og ætla að melta þetta allt, en það var alveg MÖGNUÐ upplifun að fara á fótboltaleik á 80.000 manna leikvangi, við tókum fullt af myndum.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Jæja, skólinn bara byrjaður á fullu. Það virðist vera nóg lesefni fyrir okkur þannig að okkur ætti ekki að leiðast hér. Ég sé fram á heilmikla vinnu á þessari önn, sem er bara hið besta mál!!!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, september 03, 2003

Bookmark and Share
Davíð afi á afmæli í dag. Til hamingju með það afi minn.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
jæja...nú er ég að vinna í myndaalbúminu...er rétt að byrja þannig að það eiga eftir að koma miklu fleiri myndir inn með tíð og tíma....

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Ég hef bara ekki séð maura í ruslskápnum síðan um helgina...ætli þeir hafi gefist upp á mér??? Ég leitaði með vasaljósi í öllum skápunum inni í eldhúsi í morgun og ég sá bara ekki einn einasta maur...ekki það að ég vilji sjá þá, er ekki farin að sakna þeirra...þó maður hafi haft lítið að gera...

Ég fór í fyrsta tímann í dag (kvöld). Mér leist bara ágætlega á þetta. Virðist vera mikil vinna fyrir utan lestur og það er bara allt í lagi, vonandi! Í þessum kúrs er eingöngu kvenfólk, 12 alls og 3 1/2 af þeim héðan (frá Bandaríkjunum þ.e.a.s.). Það eru tvær frá S-Kóreu, tvær frá Kína, ein frá Taiwan, ein frá Kamerún, ein frá Íran, þessi "hálfa" er fædd í Texas en foreldrar hennar eru Tyrkneskir og fluttu aftur til Tyrklands þegar hún var pínulítil. Svo er ein frá Íslandi...hver skyldi það vera? Kennarinn er frá Íran. Þannig að enskan sem maður á eftir að heyra í þessum tímum er MJÖG mismunandi!! Sem betur fer stakk kennarinn upp á því að færa tímann aðeins fram, þannig að við byrjum 5:15 og hættum 7:30. Það munar heilmiklu um klukkutíma.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, september 02, 2003

Bookmark and Share
Skólinn er að byrja í dag, eða í kvöld réttara sagt. Talandi um að vera með lélega stundatöflu. Ég er reyndar bara í tímum þrjá daga í viku, en þeir eru allir á kvöldin, frá 5:45 til 8:35 og frá 5 til 8. Svo er ég í einu námskeiði á laugardögum, það námskeið er haldið 5 laugardaga á önninni og er þá á milli 9 og 5. Það er víst ekkert við þessu að gera, maður verður bara að gjöra svo vel og bíta í það súra.

Það sem mér finnst verst er að þurfa að vera á ferðinni svona seint. Við Kalli verðum að finna eitthvað út úr því. Kannski sækir hann mig bara, eða kemur á móti mér ef ég fer á hjóli...kemur allt í ljós.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Nú ætti Nína að vera komin heim...sem betur fer, mér líður betur að vita af henni heima á Íslandi heldur en fárveikri þar sem allt er morandi í hundum og pöddum. Velkomin heim Nína...ég bíð eftir að heyra frá þér á blogginu þínu, til að vera viss um að allt sé í orden.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Það er naumast að þessi vírus er þrálátur. Virusvörnin fann hann um daginn en gat ekki eytt honum. Svo finnst hann ekki núna....spúkí. Þetta er samt allt í vinnslu, Simmi er að reyna að hjálpa okkur við þetta, takk fyrir það Simmi minn.

 

0 Ummæli